23. nóvember

dagsetning
OktNóvemberDes
SuÞrMiFiLa
12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
2024
Allir dagar


23. nóvember er 327. dagur ársins (328. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 38 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 2001 - Netglæpasáttmálinn var undirritaður í Búdapest.
  • 2003 - Rósabyltingin: Eduard Shevardnadze sagði af sér embætti forseta Georgíu eftir mótmælaöldu í kjölfar ásakana um kosningasvindl.
  • 2004 - Fjölspilunarleikurinn World of Warcraft kom út í Bandaríkjunum.
  • 2005 - Ellen Johnson Sirleaf varð fyrsti lýðræðislega kjörni kvenkyns þjóðarleiðtogi Afríku eftir sigur í þingkosningum í Líberíu.
  • 2006 - 215 létust í röð bílasprengjuárása í Sadrborg í Bagdad.
  • 2010 - Norðurkóreski herinn gerði stórskotaárás á suðurkóresku eyjuna Yeonpyeong.
  • 2011 - Forseti Jemen, Ali Abdullah Saleh, sagði af sér vegna mótmæla gegn stjórn hans.
  • 2019 - Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Bougainville fór fram. Yfirgnæfandi meirihluti kaus með sjálfstæði.
  • 2019 - Síðasti súmötrunashyrningurinn dó í Malasíu.
  • 2021 – Blóðtaka úr blóðmerum var stöðvuð á fimm stöðum á Íslandi eftir að myndbönd bárust frá dýraverndunarsamtökum um illa meðferð á merum.
  • 2021 - 46 norðurmakedónskir ferðamenn létust í rútuslysi í Búlgaríu.

Fædd

Dáin